Færsluflokkur: Bloggar

jesús lifir..!

hver veit nema að þessi maður sé í raun Jesú endurfæddur? þótt að ég sé alls ekki strangtrúuð manneskja þa gæti það bara alveg verið! en ég er samt sem áður ekki viss um að ef að jesú væri í raun meðal vor að hann væri með sítt hár og skegg! hver heilvita maður veit að það er so last season haha!

ruglið í þessu fólki er engu lagi líkt!!!!


mbl.is Jesús býr í Burnley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hvað er svona frábært við að vera fullorðinn??

ég er á þeim aldri núna að forledrar mínir eru byrjaðir að sleppa mér frjálsri útí lífið. í fyrstu fannst mer það frábært og gat ekki ýmindað mér að það væri nokkuð slæmt sem að gæti mögulega verið innifalið í því. ég þarf ekki lengur að biðja um leyfi til þess að fara út á kvöldin, má fara í útilegur og að djamma, má vera eins lengi úti og ég vil. ég meina hvað er ekki frábært við það?? að fá að ráða sér sjálf og enginn segir manni fyrir verkum!

en smátt og smátt komst ég þó að raun um það að ef að ég átti að fa að gera það sama og fullorðin manneskja varð ég líka að hegða mer eins og fullorðin manneskja! það er ekkert elsku mamma þegar að manni vantar pening, far eða föt! ég átti bara að finna mér vinnu og byrja að spara! mér fannst þetta fínn díll þangað til núna fyrir stuttu, þegar að mer var sagt að ég kæmi sko ekki með í fjölskyldufríið til flórída nema að eg borgaði minn hlut sjálf! og ég bara spyr; hvernig á 17 ára stelpa sem að er í skóla að ná að borga aaaaalein fyrir ferðina?=/

þannig að ég fór að pæla.. hvað er svona frábært við að vera fullorðinn??

 

-Eyja


hvað er málið?

17 ára stúlka tekin á 130 km hraða í Ártúnsbrekku

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1254806

 

 

er ekki allt í lagi með fólk! ég skil ekki af hverju fólk lætur svona þegar að það veit alveg nákvæmlega hversu hættulegt þetta er..! ég þekki sjálf fólk sem að hefur slasast lífsalvarlega eða hreinlega bara dáið útaf einhverjum svona stælum. það á ekki einn að þurfa að deyja úr hverri fjölskyldu eða vinahópi að deyja eða slasast til þess að fólk hætti að keyra eins og hálfvitar.

hversu oft höfum við unga fólkið fengið að heyra að það öll þessi slys séu okkur að kenna. samkvæmt þessari frett get eg ekki seð betur en að fólk milli 40-50 ára séu alveg jafn miklir hálfvita í umferðinni. vissulega eru ungir ökumenn kanski aðeins áhrifagjarnari heldur en þeir eldri en gæti það ekki verið að það sé meira fókusað á mistök þeirra ungu heldur en þeirra eldri.

ég þurfti bara aðeins að fá að pústa hérna smá:)

-Eyja

 

 


hversu lengi heldur hún þessu lúkki?

æj ég skil hana nú alveg svona nokkurn veginn.. það hlýtur að vera leiðinlegt til lengdar að hafa alltaf einhvern með hendurnar í hárinu á manni. þetta hlýtur bara að hafa verið eitthvað kast hja henni.. get næstum því lofað því að hún eigi ekki eftir að halda þessu lúkki lengi!  

hún lýtur nú samt ekkert neitt hræðilega út svona! hef allavegana seð það verra!

 


mbl.is Hárgreiðslukona firrir sig ábyrgð á klippingu Britneyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband