hvað er svona frábært við að vera fullorðinn??

ég er á þeim aldri núna að forledrar mínir eru byrjaðir að sleppa mér frjálsri útí lífið. í fyrstu fannst mer það frábært og gat ekki ýmindað mér að það væri nokkuð slæmt sem að gæti mögulega verið innifalið í því. ég þarf ekki lengur að biðja um leyfi til þess að fara út á kvöldin, má fara í útilegur og að djamma, má vera eins lengi úti og ég vil. ég meina hvað er ekki frábært við það?? að fá að ráða sér sjálf og enginn segir manni fyrir verkum!

en smátt og smátt komst ég þó að raun um það að ef að ég átti að fa að gera það sama og fullorðin manneskja varð ég líka að hegða mer eins og fullorðin manneskja! það er ekkert elsku mamma þegar að manni vantar pening, far eða föt! ég átti bara að finna mér vinnu og byrja að spara! mér fannst þetta fínn díll þangað til núna fyrir stuttu, þegar að mer var sagt að ég kæmi sko ekki með í fjölskyldufríið til flórída nema að eg borgaði minn hlut sjálf! og ég bara spyr; hvernig á 17 ára stelpa sem að er í skóla að ná að borga aaaaalein fyrir ferðina?=/

þannig að ég fór að pæla.. hvað er svona frábært við að vera fullorðinn??

 

-Eyja


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband